The Christmas Issue #33

Forsíðuna prýðir Sigurlaug Birna frá Elite Models, ljósmyndari Tomasz Veruson

Jólablað NUDE magazine The Christmas Issue er veglegt og stútfullt af fjölbreyttu efni. Það eru að sjálfsögðu nóg af innblæstri fyrir jóladressið og förðunina. Við fjöllum um Alexander Wang, nýja starfið hans sem yfirhönnuður Balenciaga og skoðum hvað það er sem orsakar þessar hröðu mannabreytingar hjá stóru tískuhúsunum undanfarið. Við skoðum hvað varð um hönnuðina sem unnið hafa Project Runway. Tókum viðtal við Sögu Sig ljósmyndara um nýtt verkefni sem hún vann fyrir Nike.

Kynntir eru til leiks 11 nýir pennar sem eru að skrifa fyrir NUDE magazine. Á hverjum degi eru skrifaðar fréttir úr heimi tískunnar á www.nudemagazine.is  og sagt frá öllu því nýjasta sem er að gerast hjá hönnuðum, snyrtivöruframleiðendum og því sem tengist tísku og menningu af hvaða toga sem er.

Við tókum saman ótal jólagjafahugmyndir fyrir þig, fyrir hann, fyrir heimilið og fyrir þá sem eiga allt.

Við fórum í facelift nudd og elskuðum það!
Meira um nuddið í blaðinu ásamt viðtali við Arnhildi Magnúsdóttur sem er sú eina á landinu sem býður upp á slíkt nudd.

Smelltu hér til þess að lesa blaðið.

-Njóttu

 

Tags: , , , , ,

Fáðu fría áskrift af NUDE magazine

Skráðu þig hér og fáðu NUDE magazine frítt mánaðarlega.

Comments are closed.