Archive | Menning RSS feed for this section

Rihanna gróf í nýjasta myndbandi sínu

Lagið Bitch Better Have My Money eftir Rihönnu hefur heldur betur slegið í gegn. Titillinn hefur nú þegar valdið miklum usla og myndbandið sem kom út í gær fengið mikla athygli, bæði neikvæða og jákvæða.  Myndbandið hefur verið bannað í mörgum löndum og þurfa allir notendur að vera orðnir 18 ára til þess að geta horft […]

Continue Reading

50 Bestu veitingastaðir í heimi

The Diners Club® World’s 50 Best Restaurants Academy, hefur birt árlegan lista sinn yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Dómnefndin samanstendur af 1000 sérfræðingum í veitingastöðum (draumastarf að okkar mati).  En til þess að kosningin sé sanngjörn er heiminum er deilt upp í 27 svæði og eru skipaðir dómarar með sérstaka þekkingu á hvert svæði […]

Continue Reading

NÝTT – Nicki Minaj (ft. Beyoncé) – ,,Feeling myself“

Það er óhætt að segja að tónlistarsumarið 2015 sé byrjað. Í gær greindum við frá nýju stjörnu prýddu myndbandi við nýjasta lag söngkonunnar Taylor Swift -HÉR- Það er skammt stórra högga á milli í tónlistarbransanum og í dag fáum við að sjá myndbandið við nýjasta lag Nicki Minaj, unnið í samstarfi við Beyoncé. Myndbandið er tekið upp […]

Continue Reading

Frá Gigi Hadid til Cindy Crawford – Allir í nýja myndbandinu hjá Taylor Swift

Taylor Swift er ekki þekkt fyrir að vera vinafá og margir netmiðlar gera út á það hversu margar frægar vinkonur hún á en hún frumsýndi nýtt myndband á Billboard Awards í gærkvöldi. Myndbandið ber nafnið Bad Blood og hafði Taylor verið dugleg að posta á instagram hverjir yrðu í því til þess að gera aðdáendur […]

Continue Reading

Secret Solstice: Hip-Hop elskendur mega ekki missa af..

Með hlýnandi veðri og bjartari dögum magnast Secret Solstice tilhlökkunin með hverjum deginum. Nú eru ekki nema nokkrar vikur í þennan stærsta tónlistarviðburð ársins og við teljum niður dagana! Við tókum saman nokkur hip-hop bönd sem spila á hátíðinni sem þú mátt ekki missa af. WU-TANG Eitt frægasta Hip-Hop band í heimi spilar í Laugardalnum í […]

Continue Reading

Farðanirnar á Met 2015

Á Met Gala 2015 sem fór fram í gærkvöldi var þemað Kína, tileinkað sýningunni China: Through the looking glass. Gestir klæddu sig eftir því eins og gert er á hverju ári, en það var augljóst að farðanirnar voru einnig innblásnar af landinu því litir sem eru táknrænir í Kínverskri menningu, eins og rauður og jade grænn, réðu […]

Continue Reading

Secret Solstice: Steinunn í dj.flugvél og geimskip: „Ætla að halda tónleika í geimnum einn daginn“

Steinunn Eldflaug Harðardóttir er ein af mörgum íslenskum tónlistarmönnum sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar. Steinunn er konan á bakvið hljómsveitina dj.flugvél og geimskip sem hefur hlotið verðskuldaða athygli í gegnum tíðina fyrir nýjan og ferskan blæ í íslensku tónlistarlífi.  NUDE fékk að spyrja Steinunni að nokkrum laufléttum spurningum. Hvað er […]

Continue Reading

Rihanna fer nýjar leiðir í glænýju tónlistarmyndbandi

Nýjasta lag Rihönnu, American Oxygen kom út fyrir stuttu. Nú í dag gaf hún svo út myndband við lagið. Myndbandið er ólíkt öllum öðrum myndböndum söngkonunnar og flestum nútíma popptónlistarmyndböndum yfir höfuð. Í myndbandinu má m.a sjá stilkur úr Ferguson mótmælunum, frá jarðarför Martin Luther King, 9/11 hryðjuverkunum og ýmsu efni sem tengist ólöglegum innflytjendum. […]

Continue Reading

Kelis og FKA twigs spila á Secret Solstice!

Já þú last rétt! Söngkonurnar Kelis og FKA twigs eru meðal þeirra sem munu spila á Secret Solstice hátíðinni sem fer fram á sumarsólstöðum í Laugardalnum. Þetta er eitt stærsta „Line-up“ í sögu íslenskra tónlistarhátíða og er spenningurinn því mikill!   Kelis er engin nýliði í popptónlistinni en hún á fjöldan allan af hitturum og má […]

Continue Reading

Rihanna frumflytur nýtt lag klædd í Versace

iHeartRadio tónlistarverðlaunin fóru fram í borg englanna á sunndaginn var. Söngkonan Rihanna var ein þeirra fjölmörgu listamanna sem komu fram á hátíðinni en hún frumflutti þar lagið,,Bitch better have my money“ af nýjustu plötunni sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Það sem helst vakti athygli okkar var dressið, en söngkonan klæddist fagurgrænum loðfeld úr smiðju ítalska Versace. […]

Continue Reading

„Hrædd um að þau muni einhvern daginn fletta ofan af mér“

MARÍA LILJA ÞRASTARDÓTTIR hefur látið mikið að sér kveða í fjölmiðlabransanum og starfað fyrir hina ýmsu miðla, stofnað og verið í forsvari fyrir hina árlegu Druslugöngu og stýrt vel heppnaðri kosningabaráttu Samfylkingarinnar síðastliðið vor. Í dag starfar hún sem blaðamaður hjá Stundinni og útvarpsþula hjá Radio Iceland. María Lilja þekkir sjálfsefann full vel og hefur oft þurft að takast […]

Continue Reading

MØ spilar á Secret Solstice í sumar

Söngkonan MØ mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardalnum á sumarstólstöðum næstkomandi júní. MØ er ein af artistunum sem NUDE er einna helst spennt að sjá þetta árið! MØ sem heitir réttu nafni Karen Marie Ørsted er dönsk en hefur slegið í gegn um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur […]

Continue Reading

Heima hjá Diane von Furstenberg í New York

Fyrrverandi prinsessan og tískuhönnuðurinn Diane von Furstenberg á ótrúlega flotta og litríka penthouse íbúð í Manhattan sem hún hannaði m.a. sjálf.  Íbúðin hefur að geyma mörg söguleg listaverk og myndu sumir segja að stíllinn hennar sé yfirþyrmandi. En við getum allavega verið sammála um að það er erfitt að verða ekki fyrir innblæstri við að […]

Continue Reading

Áður óséð atriði úr Sex and the City

Þáttarröðin endaði kannski árið 2004 en við erum margar hverjar ennþá að horfa. Ég ætla að minnsta kosti að játa mig seka. Gífurlega seka. Ég horfi ítrekað á einn vel valinn þátt. Eða tvo. Að minnsta kosti einu sinni í viku. Ég horfi líka reglulega á bíómyndirnar. Einu sinni í mánuði mögulega. Stundum tvisvar. Nýlega […]

Continue Reading

Madonna kynþokkafull í nýju myndbandi

Poppdrottningin Madonna gaf í febrúar út nýtt myndband við lag sitt Living for love. Söngkonan virðist hafa sótt innblástur í spænsku hringleikahúsin og nautabana við gerð myndbandsins. Það sem helst vakti athygli okkar voru dressin sem Madonna klæðist í myndbandinu – sjón er sögu ríkari. Blúnda, flauel, satín, og áberandi details – allt saman öskrar glamúr! Fyrsta […]

Continue Reading

Stíllinn: Claire Underwood

Þáttaröðin House of Cards hefur svo sannarlega verið milli tannanna á fólki undanfarið. Þættirnir koma úr smiðju Netflix og fjalla um klækjastjórnmál þar sem einskis er svifist í valdabaráttunni. Það sem helst hefur þó vakið athygli okkar er óaðfinnanlegur fatastíll forsetafrúnnar, Claire Underwood. Frú Underwood slær ekki feilnótu þegar kemur að klæðaburði og er einfaldleikinn ráðandi í fatastílnum. Claire […]

Continue Reading

E Y L A N D @ RFF2015

EYLAND Síðasta sýning RFF var svo sannarlega ekki síst, að okkar mati var hún eiginlega bara lang best! Við erum að tala um EYLAND. Sýningin byrjaði á ljúfum tónum Elínar Ey sem söng lagið ‘Because The Night’. Flíkurnar voru hver annari flottari, klæðilegar og eigulegar. Dökkblá rússkinsdragt sem og brúnar rússkinsflíkur eru meðal þess sem okkur […]

Continue Reading

Eyland stjórnar Instagram síðunni okkar í allan dag

Eyland verður með Instagram takeover hjá NUDE magazine í allan dag! Fylgstu með Instagram-síðunni okkar og kíktu um leið á bak við tjöldin hjá Eyland teyminu sem er á síðustu metrunum að klára allt fyrir RFF. instagram.com/nudemagazine

Continue Reading

50 ruglaðir skuggar

Með fitugt poppið í lófunum streymdi fólkið inn í bíósalinn. Flestir graðari en góðu hófi gegnir á slíkum stað. Flestir með eitt markmið – að sjá eitthvað sóðalegt kvikna á því hvíta. Örfáir höfðu þó lesið bókina og þekktu söguþráðinn. Hann snýst jú ekki bara um kynlíf, þó 14 kynlífssenur á 90 mínútum sé yfir […]

Continue Reading

HönnunarMars með lýsinguna á hreinu

Kjartan Óskarsson lærði innanhúshönnun í Mílanó á Ítalíu 1998. Síðan þá hefur hann fengist við fjölda verkefna sem innanhúshönnuður og getið sér góðs orðs fyrir nýstárlegar útfærslur á lýsingarlausnum bæði hér á landi sem og fyrir ítalskan og kínverskan markað. Nýjasta verk hans má sjá á HönnunarMars þar sem ber að líta einstaka ljósahönnun með […]

Continue Reading