Archive | Fréttir RSS feed for this section

Kendall fyrir Calvin Klein

Þá hefur hulunni verið svipt af nýjustu auglýsingaherferð tískurisans Calvin Klein. Það eru súpermódelið Kendall Jenner og Simon Nessman sem sitja fyrir á myndunum teknum af ljósmyndarann Alasdair McLellan. Calvin Klein tóku sniðugt skref í fyrra þegar stjarnan Justin Bieber var andlit herferðarinnar ásamt Lara Stone. Myndirnar fengu gríðarmikla athygli og #mycalvins æðið tröllreið öllu á Instagram. Kendall sem er […]

Continue Reading

Monica Lewinsky endurheimtir líf sitt

Monica Lewinsky varð árið 1998 aðeins 22 ára gömul þekkt um allan heim fyrir það að vera drusla. Drusla sem svaf hjá þáverandi forsteta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Þau voru saman í framhjáhaldinu en hún sat uppi með alla skömmina, mannorð hennar var ónýtt og um tíma varð móðir hennar að vera hjá henni öllum stundum því hún […]

Continue Reading

Tískubloggari á forsíðu Vogue!

Það var aðeins tímaspursmál þar til tískutímaritin myndu finna upp á að notfæra sér fádæma vinsældir tískublogga og setja tískubloggara á forsíðu tímarita sinna. Það var spænska Vogue sem reið á vaðið en ítalska bloggskvísan Chiara Ferragni situr fyrir á apríl forsíðu tímaritsins. Chiara sem er án nokkurs vafa eitt stærsta nafnið í bloggbransanum tilkynnti um […]

Continue Reading

Kim Kardashian er með alveg ljóst hár

Kim Kardashian stal athyglinni (eins og svo oft áður) þegar hún mætti á Balmain sýninguna í París fyrr í dag með alveg ljóst hár! Hárliturinn er aðeins út í gult, hún mætti kannski fjárfesta í fjólubláu sjampói. Hvað finnst ykkur um breytinguna?

Continue Reading

Zara stórlækkar verð á Íslandi!

Rétt í þessu fengum við þær gleðilegu fréttir að Zara hefur ákveðið að lækka verðin í verslunum sínum á Íslandi verulega! Við erum að tala um 11-25% varanlega lækkun á verðinu, mismunandi eftir vörum. Þetta gerir ríflega 14% lækkun að meðaltali! Við spurðum Ingibjörgu Sverrisdóttur rekstrastjóra Zöru um ástæðu fyrir lækkuninni, Ingibjörg sagði að þetta væri gert til […]

Continue Reading

The Power Issue #55

Forsíðufyrirsæta  Sóley Sigurþórs /  Ljósmyndari  Jóhanna Christensen Í The Power Issue fjöllum við um Svikaraheilkennið eða Impostor syndrome sem er sálrænt ástand sem flest allir upplifa við ákveðnar aðstæður einhvern tímann á lífsleiðinni. Konur þó oftar og af meiri þunga en menn. Konur sem hafa átt mikilli velgengni að fagna á vinnumarkaði eru líklegastar til að þjást af svikaraheilkenninu […]

Continue Reading

Fyrrverandi keppandi í America’s next top model myrt á heimili sínu

Mirjana Puhar, 19 ára stúlka sem tók þátt í 21 seríu af raunveruleikaþættinum America’s Next Top Model, er látin. Hún var myrt ásamt kærasta sínum, Jonathan Cosme Alvarado, og vini þeirra Jusmar Isiah Goonzaga-Garcia á heimili þeirra í borginni Charlotte í Norður-Karólínufylki seinasta þriðjudag. Lögreglan hefur ákært hinn 19 ára gamla Emmanuel Jesus Rangel fyrir morðin, en samkvæmt […]

Continue Reading

Andreja Pejic í sinni fyrstu tískusýningu eftir kynleiðréttinguna

Andreja Pejic gekk fyrir Giles á London Fashion Week, þetta er í fyrsta sinn sem Pejic tekur þátt í tískusýningu eftir kynleiðréttinguna sem hún fór í snemma á síðasta ári. Pejic, var í skýjunum eftir sýninguna og tjáði sig á Instagram: „It feels amazing to be making my runway debut for one of my favorite British designers #Giles Thank […]

Continue Reading

Dóttir Demi Moore og Bruce Willis loðin undir höndum á listasýningu

Hin 23 ára gamla Scout Willis, sem er dóttir fyrrum leikaraparsins Demi Moore og Bruce Willis, var ein af fyrstu stjörnunum sem tók þátt í að vekja athygli á #FreeTheNipple hreyfingunni með því að ganga um götur New York, ber að ofan. Scout er ötull stuðningsmaður hreyfingarinnar en hún gekk upphaflega um götur New York […]

Continue Reading

5 óskir – Sigurborg Selma

Sigurborg Selma Karlsdóttir skrifar um hönnun og tísku í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins og er því vön að taka viðtöl við fólk um stíl þess en nú var kominn tími til að snúa dæminu við og forvitnast um uppáhalds hlutina hennar. 1. Svartir blómapottar frá Postulínu. Þessir væru fullkomnir fyrir allar pottaplönturnar mínar. 2. Mig hefur lengi langað […]

Continue Reading

Annie Mist: Heimsmeistaratitillinn breytti lífi mínu

Annie Mist Þórisdóttir hefur náð einstökum árangri í CrossFit á undanförnum árum og sigrað hina árlegu CrossFit heimsleika 2011 og 2012.  Hún sigraði á Evrópumóti í CrossFit sem haldið var í Danmörku 2014 og tryggði sér með því keppnisrétt á heimsleikunum sem fóru fram í Los Angeles í lok júlí í fyrra og vann þar silfur. […]

Continue Reading

Það sem þú gerir skilgreinir þig #superrolemodel

Það sem þú gerir skilgreinir þig.  Eru skilaboðin sem vorherferð Lindex stendur fyrir árið 2015, með Christy Turlington Burns, Liya Kebede og Tony Garrn sem eru “superrolemodel” Lindex. Lindex vorherferðin snýr að fegurðinni sem liggur í því sem þú gerir ásamt því hvernig þú kemur fyrir.  Herferðin varpar ljósi á þrjár fallegar konur sem einnig […]

Continue Reading

Safakúr

Þegar mér var falið það verkefni að prófa safakúrinn hennar Sollu á Gló var ég fullkomlega ómeðvituð um hvurslags ferðalag ég var að leggja í. Áður en ég byrjaði kveið ég því mjög að mega ekki neyta neins nema safa í nokkra daga og var í senn mjög spennt að sjá hvað það gæti gert fyrir mig […]

Continue Reading

Clean Gut – Tvær vikur á matarpökkum

Ég varð þess aðnjótandi að fá að prófa matarpakka frá Happ. Mér hafði nýlega verið ráðlagt að taka út alla mjólk, sykur og glútein vegna endalausra veikinda. Eftir að hafa skoðað innihaldið í pökkunum sem Happ býður upp á valdi ég einn sem heitir Clean Gut. Hann er laus við glútein, sykur og mjólkurvörur og uppistaðan eru […]

Continue Reading

10 Ráð til heilbrigðari lífsstíls

Flest viljum við vera í góðu formi og lifa heilbrigðu og löngu lífi en að komast á þá braut getur reynst mörgum erfitt. Margir ætla sér stórvægilegar breytingar á stuttum tíma og þegar sú tilraun mistekst vantar allan hvata til þess að halda áfram. Á þessum lista eru góð ráð sem allir ættu að geta tileinkað sér […]

Continue Reading

Ágústa Eva: Bardagaíþróttin er mikil gjöf

Ágústa Eva Erlendsdóttir nam leiklist við  leiklistarskólann í París árið 2010 og hefur komið að hinum ýmsu verkefnum tengdum leiklistinni. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Mýrinni, Borgríki og Borgríki II. Þá höfum við séð hana í ófáum hlutverkum á fjölum leikhúsanna en þessa dagana er hún í hlutverki hinnar stórskemmtilegu Línu Langsokks. Ágústa Eva […]

Continue Reading

Draumurinn er að verða betri og betri

Ljósmyndarinn Kári Sverriss hefur verið að mynda síðan 2005. Síðastliðin ár hefur ferillinn tekið kipp og hann verið mikið á flakki ásamt því að ljúka meistaranámi í tískuljósmyndun í London College of Fashion. Kári hefur sinnt hinum ýmsu verkefnum bæði hérlendis og erlendis og unnið með fullt af hæfileikaríku fólki. Af hverju ljósmyndun? Ég vann […]

Continue Reading

Tökur í New York í dag

Kári Sverriss ljósmyndari er í New York í dag að mynda þessa fegurðardís fyrir aprílblaðið okkar. Aprílblaðið verður alveg sérstakt því það er 5 ára afmælisútgáfa, já það eru næstum liðin 5 ár frá því fyrsta blaðið kon út!! Fylgstu með í kvöld þegar við birtum nokkrar baksviðsmyndir úr tökunni.  

Continue Reading

Svona bjó Coco Chanel

Það er varla hægt að hugsa sér neitt betra en að verja fallegum og sólríkum morgni í íbúð Coco Chanel í París. Ég heimsótti heimili Gabrielle „Coco“ Chanel í september og nú tæpum þremur mánuðum síðar er minningin um íbúðina enn jafn ljóslifandi og ég hugsa oft um heimsóknina. Það er nefnilega eitthvað alveg sérstakt […]

Continue Reading

The Christmas issue! #54

Þá er jólablað NUDE magazine The Christmas Issue komið út, veglegra en nokkru sinni fyrr, heilar 192 síður! Forsíðumódel: Isabella Klara frá Eskimo Models Stílisti: Rakel Matthea Ljósmyndari: Íris Dögg Einarsdóttir Förðun: Sara Björk Þorsteinsdóttir / MAC Við heimsóttum guðdómlega íbúð sem hin eina sanna Coco Chanel bjó í á Rue Cambon í París en […]

Continue Reading