Íris Ann bloggar um brúðkaupsplanið

Ég heiti Íris Ann og er nýjasti meðlimurinn hjá NUDE magazine, ég er að fara að gifta mig 28 September næstkomandi. Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að hafa smá blogg um brúðkaup og allt sem því fylgir. Þið getið fylgst með mínum plönum ásamt því að deila ykkar hugmyndum og ráðum. Brúðkaup eru eins mismunandi og við erum mörg en vonandi eru einhverjir sem hafa gaman af því að fylgjast með mér og hugsanlega fá hugmyndir út frá minni reynslu. Ég verð með nokkrar færslur hér á NUDE síðunni í hverjum mánuði fram að stóra deginum.

Aðeins um mig og minn verðandi

Ég kynntist Lucasi þegar ég flutti út til Ítalíu til að hefja nám í ljósmyndun og sjónlist. Lucas var hjólabrettatöffari frá Californiu sem hafði á svipuðum tíma flutt til Flórens til að fara í kokkanám, hann er listamaður en vildi bæta við sig kokkanámi út af matarástríðu og líka vegna þess að það væri vinna sem hann gæti unnið við hvar sem er í heiminum. Það bjuggust væntanlega nokkrir við því að ég myndi finna mér einhvern ‘Fabio’ en ég heillaðist ekki mikið af þeim. Þegar við kynntumst vorum við ekkert að leita eftir sambandi og í raun og veru þveröfugt, bæði nýflutt í nýtt land og vildum vera frjáls. En ástin ræður ríkjum og þrátt fyrir að hafa reynt að forðast það lá leið okkar saman að lokum.

Við vorum í svona on/off sambandi sem nokkrir ættu kannast við í rúmt ár, svo fór hann aftur til Bandaríkjanna og ég átti svo sem ekki endilega von á að sjá hann aftur þrátt fyrir að ég væri farinn að venjast honum og verða vel skotin. Lucas átti vini á sveitbæ í norður hluta Ítalíu og eftir aðeins örfáa mánuði ákvað hann að koma til baka til að vera með þeim um stund, ég hef þó gaman af að ímynda mér það að það hafi líka verið svolítið út af því að hann vissi af mér ennþá á Ítalíu. Þegar við hittumst í seinna skiptið vorum við bæði á betri stað og allt small einhvern vegin saman, síðan þá höfum við eiginlega verið bara óaðskiljanleg. Í dag höfum við verið saman í fimm ár, unnið, saman, hlegið saman, grátið saman, ferðast um Asíu á bakpoka ferðalagi, og átt endalaus ævintýri, og mörg önnur á dagskránni. Ég gæti ekki ímyndað mér betri sálufélaga.

Trúlofunin…

Lucas bað mig um að giftast sér fimmtudagskvöldið, 1 desember 2011. Trúlofunarsagan er engin bíómynda frásögn en var ótrúlega falleg og einlæg. Lucas var víst búinn að ganga með hringinn í nokkra mánuði en hafði ekki fundið kjarkinn né ‘the perfect moment’ eins og hann orðaði það sjálfur og hefði geta beðið í nokkur ár í viðbót til þess að finna hann og lét því til skara skríða án fyrirvara, ég held meira að segja að fyrr um daginn hafi hann ekki einu sinni sjálfur vitað að kvöldið myndi enda með bónorði. Hann baðst afsökunar á því að það hafi ekki verið ‘flash mob’ hópur á eftir honum og einhver er herlegheit en ég er ekki viss um að ég hefði sagt ‘já’ hefði svo verið. Eitthvað hafði hann undirbúið sig því foreldrar mínir höfðu verið í heimsókn vikuna á undan og Lucas hafði gengið á föður minn um hönd mína og voru foreldrar mínir djúpt snortnir af því og vel sátt við tilvonandi tengdason.

Við höfum valið dagsetninguna 28 september 2012 fyrir brúðkaupið en ég mæli ekki með því að fólk velji sér daginn bara útaf flottri tölu eins og 12.12.12, ástæðan fyrir því er einfaldega vegna þess að þú ert ekki að gera sjálfum þér neinn greiða með því, slíkar dagsetningar eru vinsælar og þá munt þú eiga hættu á því að kirkjan, salurinn eða veitingarstaðurinn sem þú varst búinn að sjá fyrir þér séu fullbókuð. Við ákváðum að hafa brúðkaupið fyrr enn ella til að auðvelda okkur lífið hvað varðar ‘vísa’ leyfin en hingað til hefur það verið mikil pappírs vinna fyrir bæði mig og hann til að vera í heimalandi hvors annars. Það getur verið smá vinna að eiga svona útlending en minn er vel þess virði.

If you’re going to San Fransisco….

Lucas hefur meira og minna búið í Evrópu síðustu árinn og höfum við saman eytt meiri tíma hérlendis en í Ameríku, vegna þess ákváðum við að hafa brúðkaupið í San Fransisco sem er nálægt heimabæ hans. Íslendingar eru líka vanari að ferðast og ég held að margir eiga eftir að sjá þetta sem ágætis afsökun til þess að fara til San Fransisco. Við ákváðum að hafa haust brúðkaup vegna þess að það er besti árstímin í San Fransisco, þessi tími er þeirra sumar sem gefur okkur færi á að geta haldið úti brúðkaup.


Fyrsta blogg færlsa er bara rétt til að kynna mig og verðandi, í næstu færslum mun ég halda áfram að skrifa um brúðkaupsplönin mín ásamt því að gefa ýmis ráð og hugmyndir þannig endilega fylgist með.

Þar til næst

Kveðja Íris Ann

Tags: ,

2 Responses to “Íris Ann bloggar um brúðkaupsplanið”

 1. Svava
  apríl 25, 2012 at 09:42 #

  Meira meira meira! Vil fá myndir úr förðun og kjólamátun 😉

 2. apríl 20, 2012 at 15:52 #

  Æji hvað þetta er skemmtileg frásögn, ég fékk alveg gæsahúð nokkrum sinnum við lesturinn =)

  En algjör snilld að þú verðir með brúðkaupsblogg hér, ég mun sko fylgjast vel með og eflaust nýta eitthvað af því sem þú skrifar fyrir minn stóra dag =)

  Bkv frá Ítalíu =)

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.