Kjólamátunarpartý

Kjólamátunarpartý

Til að koma mér í brúðarstuð þá tóku elskuleg móðir mín og systir sig saman og plönuðu brúðarmátunar dag fyrir mig. Dagurinn byrjaði á því að ég fékk að fara í prufu brúðarförðun hjá MAC og síðan í prufu greiðslu hjá Hár Expo. Þangað mættu nokkrar vinkonur mínar og frænkur til að skála í smá freyðivíni og það var boðið var uppá léttan brunch með því. Brúðardagurinn sjálfur líður svo hratt að það er um að gera að búa til minningar og upplifun jafnt og þétt í öllum undirbúningnum.

Brúðarförðunin

Ég fór í förðun hjá MAC og fékk alveg frábæra þjónustu. Helen Dögg förðunardama sá um að farða mig og kenndi mér nokkur förðunar trix. Ég lærði mjög mikið hjá henni þar sem ég er bara svona púður og maskara stelpa og ekkert sérlega klár að mála mig.

Helen byrjaði á að setja á mig raka spray sem heitir Fix og er stútfullt af vítamínum og steinefnum, spreyið er hægt að setja á bæði fyrir og eftir farðann til að fríska uppá húðina.

Því næst setti hún á mig krem sem heitir Strobe Cream, þetta krem er algjört töfrakrem til að setja undir farðann og sér um að mýkja og næra húðina og gefa ótrúlega fallegan ljóma. Hún setti einnig á mig krem sem heitir Prep + Prime Skin sem sett var undir augun til að kæla augnpokana og jafna húðina. Ég held að ég hafi aldrei fengið á mig jafn mörg krem á einum degi!

Brúðkaupið mitt verður að kvöldi til og mér finnst því í lagi að vera með aðeins meiri förðun en ella, ég vildi þó ekki hafa of mikla.

Ég valdi fallega brúnan og peach bleikan augnskugga, en það fer alveg eftir húðlitnum hvað fer hverjum og einum best. Ég var með einfalda greiðslu og fannst því í lagi að leggja áherslu á augun og ramma þau inn. Ég valdi ljósa liti og fékk svo svartan augnblýant á efri augnlokin til að gera þau kisulegri. Litirnir sem við völdum heita Paradisco, Era, Handwritten og Jest. Varaliturinn heitir Please me! Upplýsingarnar hef ég svo með mér í farteskinu og fæ förðun hjá MAC í San Francisco á stóra deginum.

Hárgreiðslan

Ég er svo heppin að eiga mömmu sem er hársnyrtimeistari og hefur allt mitt líf séð um að hárið á mér sé fínt. Nema í eitt skipti þegar ég var unglingur í uppreisn og tók völdin í mínar hendur og krúnurakaði á mér hausinn, en það er önnur saga.

Ég er með sítt og mikið hár og þarf að hafa mikið fyrir því til að halda því fallegu. Það skiptir miklu máli að nota réttu hárvörunar til þess að byggja upp hárið og viðhalda því heilbrigðu, það borgar sig ekki að spara þar.

Mútta mín er með flotta hárgreiðslustofu sem heitir Hár Expo og er staðsett í hjarta miðbæjarins á Frakkastígnum. Ég fór þangað nýlega til að fríska uppá hárið, ég ætlaði að láta lita mig rauðhærða en mamma ráðlagði mér frá því að vera með tilraunastarfsemi einungis nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið. Ég átti heldur að huga að heilbrigðu útliti.

Hárið mitt var í þetta skiptið var heillitað með súkkulaðibrúnum lit með hlýjum tón, liturinn var 70% ammoníak frír sem gefur mikinn gljáa.

Ég fékk mér Potion 9 frá Sebastian sem er með 9 undra vítamínum til að byggja upp hárið eftir þvott. Efnið er sett í rakt hárið og endurnærir og verndar endana.  Þetta er „must have“ vara fyrir allar þær sem eru með sítt hár og vilja hugsa vel um það. Það eru ca. fimm mánuðir í brúðkaupið, fram að þeim tíma mun ég fara í særingu og svokallaða slitklippingu reglulega.

Ég ætla að prufa nokkar útfærslur af greiðlsum en í þetta skiptið vildi ég leyfa hárinu að njóta sín og lét setja liði í hárið ásamt tveimur blómaklemmum. „Less is more“. Mig langar að prufa nokkrar útfærslur af fléttum næst og mun sýna ykkur myndir af þeim.

 

Kjólamátunin

Ég mæli með að gera mikið úr deginum í kringum brúðarmátunina og fá vinkonur með sér að máta. Það að ég fékk förðun, hárgreiðslu og skálaði í freyðivíni gerði daginn mun eftirminnilegri. Ég fór í Brúarkjólaleigu Katrínar (www.brudhjon.is) sem er í Mjóddinni og fékk að máta nokkra prinsessukjóla. Ég reikna með að vera í frekar hlutlausum og hippalegum kjól eða vintage brúðarkjól, en það er um að gera að máta og prufa mismunandi snið til að finna hvað klæðir mann best. Það er líka aldrei að vita nema manni snúist hugur eftir að hafa máta þessa prinsessukjóla! Það var allavegana mjög gaman. Önnur brúðarkjólaleiga sem ég hef heyrt um að sé góð heitir Tvö Hjörtu og er staðsett í Kópavoginum (www.tvohjortu.is)

Kær Kveðja Íris Ann


Tags: ,

One Response to “Kjólamátunarpartý”

  1. svava
    maí 4, 2012 at 09:34 #

    Ji minn en gaman ! og huggulegt að skála svona fyrir mátuninni 😉 Fyrir ykkur sem eruð að lesa þá verð ég að vera sammála Gústu á Hár Expó því hárið á Íris er rosalega fallegt, eðlilegt og fallegur glans á því og sannkallað höfuðprýði…! Ætli ég sé of sein að bjarga mínu?!

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.