NUDE magazine #21

Jólablað NUDE magazine er komið út, The Christmas Issue! Blaðið er í sparifötunum og að sjálfsögðu ilmar það af jólunum. Í blaðinu leynast margar flottar og skemmtilegar jólagjafahugmyndir – bæði fyrir dömur og herra, hugmyndir að jóladressum fyrir jólaboðin,  kjólum, skóm og fylgihlutum.Forsíðuna prýðir Sara Karen, en hún starfar sem fyrirsæta í Mílanó.

Snyrtivöruhlutinn er risastór að þessu sinni. Við kynnum fyrir ykkur nýjar og góðar vörur fyrir veturinn, fleiri jólalínur, sýnum ykkur fullt af unaðslegum ilmvötnum og svo er líka snyrtivöruhluti fyrir strákana! Það er því um að gera að leyfa þeim að kíkja aðeins í blaðið! Einnig segjum við ykkur frá leið að heilbrigðu hári, sem er sérstaklega mikilvægt núna þegar það er varnarlaust fyrir frosthörkum.

Fullt af tísku og snyrtivörum, förðunar- og ilmvatnsmyndaþáttur, sænski tískubloggarinn Elin Kling og svo er auðvitað menningin á sínum stað. Við erum einnig með sérstaka Chanel-grein með efni sem við fengum einkarétt á, en hún fjallar um undirbúning Karls Lagerfelds og Florence Welch fyrir Chanel-tískusýninguna í haust. Þetta og svo miklu, miklu meira í nýjasta og jólalegasta tölublaðinu af NUDE!

ÝTTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÝJA JÓLABLAÐIÐ

Næsta tölublað kemur út á milli jóla og nýjárs.

Gleðilegan desember!

Tags:

4 Responses to “NUDE magazine #21”

 1. Johanna
  desember 8, 2011 at 18:07 #

  Takk fyrir það Hildur, við elskum líka lesendurna okkar 😉

 2. Hildur
  desember 6, 2011 at 13:38 #

  Algjörlega frábært blað sem ég elska að skoða í hverjum mánuði :-)

 3. Johanna
  desember 4, 2011 at 00:26 #

  Takk fyrir þetta Lilja. Já það er alltaf mikið af MAC snyrtivörum í blaðinu. Það er samt alls ekki þannig að umfjallanirnar séu kostaðar, málið er bara að hjá MAC gerast hlutirnir mun hraðar en hjá öðrum merkjum og heilu línurnar koma 1-2 í mánuði og því alltaf eitthvað nýtt fyrir okkur að fjalla um. Við höfum fjallað töluvert um einmitt Youngblood sem eru líka mjög góðar vörur en svo líður oft góður tími þar til við tökum sömu vöruna fyrir aftur.
  Okkar gagnrýni felst í því að fjalla ekki um þær vörur sem við erum ekki hrifnar af og þess vegna förum við ekki út í gallana að neinu ráði. Líka vegna þess að það sem hentaði ekki manneskjunni (hjá okkur) sem prufaði vöruna gæti samt verið uppáhalds vara einhverra annara. Við þurfum endilega að kíkja betur á Aveda snyrtivörurnar. En við kunnum virkilega að meta svona ábendingar, vil viljum endilega vita hvað lesendurnir eru að velta fyrir sér í sambandi við blaðið.

  Bestu kveðjur
  Jóhanna ritstjóri

 4. Lilja
  desember 3, 2011 at 23:06 #

  Takk fyrir frábært blað!

  Í snyrtivöru-kaflanum finnst mér þó oftast rosalega mikið einblínt á MAC snyrtivörur….

  Það eru margar vörur frá ýmiskonar merkjum, sem fást á Íslandi, mjög góðar.

  Gaman þætti mér að sjá hjá ykkur grein um t.d. náttúrulegar snyrtivörur. Snyrtivörurnar frá Aveda (púðurfarðinn þeirra er rosalega góður), Youngblood farðann eða Bare Minerals farðann eða t.d. húðvörurnar í Jurtaapótekinu (húðin mín endurnýjaðist eftir að ég henti Clinique vörunum mínum og tileinkaði mér vörur Kolbrúnar grasalæknis).

  Það er ávallt gaman að lesa greinar sem fara örlítið undir yfirborðið.
  Væri gaman að sjá umfjallanir sem eru ekki kostaðar af heildsölunum heldur lýsa skoðunum höfundar á vörunum, kostir og gallar 😉

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.