Nýtt tímarit!

NUDE magazine kynnir NUDE home nýtt veftímarit sem kemur út í fyrsta sinn í byrjun ágúst.

Líkt og NUDE magazine verður tímaritið veftímarit. Það verður um heimili, hönnun, mat, vín og allt það sem gerir lífið aðeins betra! Þórunn Högna blaðamaður og stílisti mun ritstýra NUDE home.

Við ætlum að fjalla um allt sem viðkemur heimilinu; við verðum með mikið af fallegum innlitum, fjöllum um þekkta hönnun og hönnuði, bendum lesendum okkar líka á skemmtilega verslanir, veitingastaði, vefsíður, blogg og fleira. Við munum leggja okkur fram um að miðla til lesenda öllu því nýjasta sem er að gerast í heimi hönnunar og arkitektúrs ásamt því að taka fyrir klassíska og vel þekkta hönnun. Flottar uppskriftir af girnilegum mat og fleira matartengt efni verðu svo einnig að finna í blaðinu.

-Sagði Þórunn Högna í viðtali við Lífið sem fylgdi Fréttablaðinu í morgun.

Endilega smellið „like“ á Facebooksíðu NUDE home og fylgist með okkur.

Það er hægt að lesa meira um blaðið í Lífinu á vísir.is.

 


 

Tags: ,

No comments yet.

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.