The Party Issue #34

Forsíðuna prýðir Ísabella frá Elite Models, ljósmyndari Tomasz Veruson

Áramóta- og janúarblað NUDE magazine The Party Issue er fullt af glansi og glimmeri. Okkur finnst það viðeigandi núna þegar nýtt ár er að bresta á með öllum sínum vonum og væntingum. Við lítum yfir árið sem er að líða í skemmtilegum tískuannál þar sem farið er yfir það helsta úr tískuheiminum.

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er í miklu uppáhaldi hjá okkur og segjum við frá þeirri síðustu í máli og myndum.

Við sýnum fallega fylgihluti sem gætu vakið athygli í áramótapartýinu. Áherslan í áramótaförðuninni er á varir og augu. Við gefum hugmyndir  að öðruvísi hárgreiðslum um áramótin enda enginn tími betri fyrir smá tilbreytingu.

Við gefum góð ráð hvernig best er að haga innkaupum á útsölunum sem eru að hefjast út um alla borg.

Í pistli Heru Guðmundsdóttur frá París er farið yfir það sem Parísardömum finnst ómissandi í kvöld- og hátíðarklæðnaði.

Smelltu hér til þess að lesa tímaritið og fá innblástur fyrir áramótaútlitið.

Gleðilegt nýtt ár og farið varlega með flugeldana!

Tags: ,

Fáðu fría áskrift af NUDE magazine

Skráðu þig hér og fáðu NUDE magazine frítt mánaðarlega.

Comments are closed.